[Gandur] Á morgun: Menningartengd ferðaþjónusta, þjóðfræði og önnur fræði

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Thu Mar 24 10:47:59 GMT 2011


Sælir þjóðfræðingar,

Ég vil vekja athygli ykkar á málstofu á Hugvísindaþingi eftir hádegi á
morgun. Málstofan fjallar um tengsl akademíu og menningartengdrar
ferðaþjónustu, en þar eru m.a. tveir þjóðfræðingar með fyrirlestur (Jón
Jónsson og Áki G. Karlsson), auk menntamálaráðherra og annars góðs fólks.

Málstofan er frá 13.00-16.30 (með kaffihlé) í stofu 220 í Aðalbyggingu.
Þið getið nálgast dagskrána (og ágrip af fyrirlestrunum) hér:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/tengsl_akademiu_og_menningartengdrar_ferdathjonustu

Ég vek þó sérstaka athygli ykkar á fyrirlestrum þjóðfræðinganna:

Áki G. Karlsson, þjóðfræðingur: Hagnýt(t) og ónýt(t) fræði: Hvernig
þjóðfræðin bjó til menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða: Rótað í framtíðinni: Gæðaþróun
og samvinna

Aðgangur er auðvitað ókeypis og öllum heimill.

Sjálfur stýri ég málstofunni og vonast til að sjá ykkur sem flest á morgun.

Virðingarfyllst,
Valdimar




More information about the Gandur mailing list