[Gandur] Deilt um trúnað á viðkvæmum viðtalsgögnum

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Thu Jul 21 12:09:36 GMT 2011


Einhverjum á þessum lista finnst þessi frétt kannski áhugaverð. Bresk
stjórnvöld vilja fá aðgang að gögnum á miðstöð munnlegrar sögu við
Bostonháskóla, þ.m.t. að upplýsingum um við hvern er rætt í hljóðritunum.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið styður kröfu þeirra, en háskólinn ber hins
vegar við trúnaðarskyldu við heimildamenn.

Málið snýst um fjöldann allan af viðtölum sem rannsakendur hafa tekið um
átökin á Norður-Írlandi, og breska lögreglan telur sig geta notað til að
rannsaka morð, mannrán og ofbeldisglæpi. Viðmælendum var hins vegar
heitinn trúnaður til dauðadags. Háskólinn færir fyrir því rök að ef
yfirvöld hafi þennan trúnað að engu komi það í veg fyrir að hægt verði
framvegis að rannsaka viðkvæm efni með viðtölum og dragi því til lengri
tíma litið úr söguþekkingu okkar og skilningi á samfélaginu.

Hér eru tvær frásagnir af málinu á Inside Higher Ed vefnum:

http://www.insidehighered.com/news/2011/07/05/federal_government_questions_confidentiality_of_oral_history
http://www.insidehighered.com/news/2011/07/18/qt#265270

Hvernig ætli þessu sé háttað hér á landi? Er heimildamönnum þjóðfræðisafns
Árnastofnunar, þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins eða Miðstöð munnlegrar
sögu í einhverjum tilvikum heitinn trúnaður? Hvernig ætli þessar stofnanir
séu í stakk búnar til að efna trúnaðarsamkomulag? Eru þær e.t.v. bundnar
af upplýsingalögum - og þurfa þá að afhenda hverjum sem biður um þau öll
gögn, þ.m.t. fjölmiðlum?

Ég býst ekkert frekar við svörum, en varpa þessu fram hér á gandi af því
að mér þykja þetta áhugaverðar spurningar og ég held að þær séu mikilvægar
fyrir fagið hér á landi sem annars staðar.

Bestu kveðjur,
Valdimar



More information about the Gandur mailing list