[Gandur] Þorrablót á Íslandi - Árni Björnsson heiðraður

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Fri Jan 28 10:14:13 GMT 2011


Því miður var síðasta skeyti ónákvæmt þegar kom að starfsferli Árna. Hér eru
réttar upplýsingar.

-

Miðvikudaginn 2. febrúar kl. 12:10 mun Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur,
halda fyrirlestur um þorrablót á Íslandi í sal Þjóðminjasafns Íslands. Árni
er þekktur fyrir rannsóknir sínar á íslenskum þjóðháttum, hátíðum, siðum og
þjóðtrú sem þeim tengjast en bók hans "Þorrablót á Íslandi" kom fyrst út
árið 1986 og hefur verið endurútgefin síðan. Árni bendir m.a. í bók sinni að
í rúma öld hafa þorrablót verið haldin á Íslandi fyrir opnum tjöldum, en
fyrr á öldum og allt frá kristnitöku kann þorri að hafa verið blótaður á
laun.

Árni Björnsson lauk cand.mag. prófi í íslenskri menningarsögu frá Háskóla
Íslands árið 1961 og varði doktorsritgerð sína um sögu daganna árið 1995.
Hann hefur fengist við kennslu bæði á Íslandi og erlendis, verið styrkþegi
við Árnastofnun og þýskar þjóðfræðistofnanir. Þá gengdi Árni starfi
deildarstjóra þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands frá 1969 til 1994
þegar hann tók við starfi útgáfustjóra. Árni lét af störfum við safnið árið
2004.

Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðminjasafn Íslands standa að
fyrirlestrinum. Árni mun fá afhenta viðurkenningu að honum loknum en hann
var kjörinn heiðursfélagi Félags þóðfræðinga á Íslandi á síðasta aðalfundi
félagsins
-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list