[Gandur] Þorrablót á Íslandi - Árni Björnsson heiðraður

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Thu Jan 27 20:19:03 GMT 2011


Miðvikudaginn 2. febrúar kl. 12:10 mun Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur,
halda fyrirlestur um þorrablót á Íslandi í sal Þjóðminjasafns Íslands. Árni
er þekktur fyrir rannsóknir sínar á íslenskum þjóðháttum, hátíðum, siðum og
þjóðtrú sem þeim tengjast en bók hans "Þorrablót á Íslandi" kom fyrst út
árið 1986 og hefur verið endurútgefin síðan. Árni bendir m.a. í bók sinni að
í rúma öld hafa þorrablót verið haldin á Íslandi fyrir opnum tjöldum, en
fyrr á öldum og allt frá kristnitöku kann þorri að hafa verið blótaður á
laun.

Árni Björnsson lauk cand.mag. prófi í íslenskri menningarsögu frá Háskóla
Íslands árið 1961 og varði doktorsritgerð sína um sögu daganna árið 1995.
Hann hefur fengist við kennslu bæði á Íslandi og erlendis, verið styrkþegi
við Árnastofnun og þýskar þjóðfræðistofnanir. Þá gengi Árni starfi
deildarstjóra þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands frá 1969 til 2002.

Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðminjasafn Íslands standa að
fyrirlestrinum. Árni mun fá afhenta viðurkenningu að honum loknum en hann
var kjörinn heiðursfélagi Félags þóðfræðinga á Íslandi á síðasta aðalfundi
félagsins

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list