[Gandur] Lífsvefurinn Akureyri hefst 16.febrúar

Valgerður H. Bjarnadóttir valgerdur at vanadis.is
Sat Jan 29 15:54:20 GMT 2011


Lífsvefurinn – sjálfsstyrkingarnám fyrir konur
 
Akureyri, 16. febrúar til 27. apríl 2011
 
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir
 
Lífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur
og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt í einkalífi og
starfi.  Þetta nám hentar afar vel fyrir konur sem í störfum sínum styðja
við aðrar konur.
 
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: sjálfsþekking, sjálfsmynd og samskipti;
saga, hlutverk og staða kvenna; heilsa kvenna og tilfinningar; draumar og
goðsagnir; fyrirmyndir og fordómar. 
Markmiðin eru m.a. að: læra að þekkja og virða sjálfa sig; læra að greina og
vinna úr því sem er erfitt og setja sér raunhæf markmið;  læra leiðir til
skapandi samskipta;  styrkja jákvæða kvenímynd/sjálfsmynd sína;  og þekkja
sögu sína, lífsgildi, lífstilgang, rétt sinn og skyldur.
 
Tími, staðsetning og verð - Grunnnámskeið (20 klst) 
Miðvikudagar 16.feb, 16.og 30.mars, 13. og 27.apríl kl.17 – 20 og
laugardagur 26.feb. kl.10 – 15 
Kennt er í AkureyrarAkademíunni (gamla Húsmæðraskólanum), Þórunnarstræti 99
 
Verð er kr.35.000 fyrir grunnnámskeiðið. 
ATH! flest stéttarfélög og sumir vinnuveitendur styrkja námskeiðið. 
 
Framhald
Vanadís býður upp á 40 klst framhaldsnám fyrir konur sem vilja dýpka sig enn
frekar í Lífsvefnum. 
 
Skráning á nánari upplýsingar í  <mailto:vanadis at vanadis.is>
vanadis at vanadis.is eða í síma 895 3319.
Einnig eru frekari upplýsingar um námskeið Vanadísar á
<http://www.vanadis.is> www.vanadis.is
 
 
 
 
Valgerður H. Bjarnadóttir
 
Vanadís - rætur okkar, draumar og auður
 
Auður Valgerðar ehf. 
AkureyrarAkademíunni
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
 
mailto:vanadis at vanadis.is 
www.vanadis.is 
sími 895 3319 
 


More information about the Gandur mailing list