[Gandur] Þegar saman safnast var - Útileikir barna á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950.

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Mon Apr 4 10:10:45 GMT 2011


*Þegar saman safnast var - Útileikir barna á Akureyri og í Reykjavík á
árabilinu 1900 til 1950.*

Símon Jón Jónsson flytur erindi í stofu 102 í Gimli fimmtudaginn 7. apríl
kl. 17:00 á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi og námsbrautar í þjóðfræði
og safnafræði við Háskóla Íslands.

Erindið er byggt á nýlegri MA rannsókn Símons. Rannsóknin varpar ljósi á það
samfélag sem var að mótast í kaupstöðum hér á landi á fyrri hluta tuttugustu
aldar og samfélagstöðu barna í ljósi þeirra breytinga sem þá áttu sér stað.
Leitað er svara við því hvaða leikir voru vinsælir, hvernig þeir voru
leiknir, hver sé uppruni þeirra og þeir bornir saman við sambærilega leiki í
nágrannalöndum okkar. Í rannsókninni er leikumhverfi, áhrifum þess á leikina
og aðstöðu barna til leikja á þessum tíma einnig gerð skil. Jafnframt er
fjallað um þann mun sem var á kaupstöðunum tveim, skólahaldi, leikvöllum,
dagheimilum og leikskólum og ýmsum samfélagslegum áhrifum á líf og leiki
barna.

Í rannsókninni er auk þessa fjallað um menningarsöguleg og uppeldisleg
viðhorf og sýn fyrritíðarmanna á leiki barna, helstu kenningar um gildi
barnaleikja, aðferðir við að greina þá og síðan söfnun og rannsóknir á
leikjum hér á landi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar
tuttugustu.

Allir velkomnir!

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list