[Gandur] Kynning á sumarnámskeiði með Mary Ellen Mark og Martin Bell

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Apr 1 13:50:19 GMT 2011


Í sumar mun hinn heimsþekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark, ásamt Einari Fal 
Ingólfssyni, ljósmyndara halda námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík 
dagana 26. júlí – 8. ágúst.
 
Einnig mun Martin Bell halda námskeið í heimildamyndagerð en mynd hans 
Streetwise var tilnefnd til Óskarsverðlauna 1984. Mörgum er í fersku minni 
mynd Martins, Alexander, sem sýnd var í sjónarvarpinu í fyrra en myndin 
verður sýnd í Þjóðminjasafni Íslands á sunnudaginn, kl. 13 og 15. 
Kvikmyndin fjallar um líf fatlaðs drengs, sem heitir Alexander Viðar 
Pálsson og er nemandi í Öskjuhlíðarskóla, fjölskyldu hans og vini. 
 
Á vorsýningu Myndlistaskólans í Reykjavík mun Einar Falur Ingólfsson kynna 
námskeiðið og verk Mary Ellen og Martins. Kynningin verður á bókasafni 
skólans sunnudaginn 3. apríl kl. 15:00.
 
Þegar hefur fjöldi erlendra ljósmyndara skráð sig á námskeiðið en þrjú 
pláss hafa verið tekin frá fyrir Íslendinga.
 
Hægt er að skrá sig á á þessari slóð:
http://www.photoxpeditions.com/xpeditions/photo-workshop-iceland

Og skoða frekari upplýsingar hér: 
http://www.maryellenmark.com/workshops/iceland/iceland_july_2011.html

Nánari upplýsingar um vorsýningu Myndlistaskólans í Reykjavík má fá hér:
http://www.myndlistaskolinn.is/frettir/vorsyning_myndlistaskolans



More information about the Gandur mailing list