[Gandur] Kynning á fræðslustarfi Þjóðminjasafns Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Mon Sep 20 14:57:39 GMT 2010


Kynning á fræðslustarfi Þjóðminjasafns Íslands
Fimmtudaginn 23. september kl. 16:30-18:00  verður  fjölbreytt 
fræðslustarf Þjóðminjasafns Íslands kynnt, ásamt sýningum, fyrirlestrum og 
öðru því sem verður á dagskrá safnsins í vetur. Kynningin hefst í 
fyrirlestrasal safnsins og er öllum opin.

Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á skipulagða fræðslu fyrir nemendur 
á öllum skólastigum, sem og ýmsa aðra sérhópa. Fræðslan er sniðin að 
þörfum hvers hóps, auk þess að vera unnin út frá aðalnámsskrá og er 
leitast við að gera heimsóknina bæði skemmtilega og fróðlega í senn. 
Fjölmargir möguleikar eru í boði fyrir alla þá sem koma í safnið á eigin 
vegum. Sem dæmi má nefna hljóðleiðsögn á mörgum tungumálum sem veitir 
dýpri sýn á viðfangsefni sýninga, ratleiki fyrir fjölskyldur, sem má 
nálgast í móttöku, fyrir utan fjölda sérsýninga,  fyrirlestra og 
viðburðadaga, sem munu setja mark sitt á dagskrá safnsins í vetur.
Nýjung á safninu er ”Ó borg, mín borg”, en það er herbergi búið húsgögnum 
frá árunum 1955-65. Þar geta safngestir sest niður, skoðað myndir og 
handfjatlað muni frá þessum árum. Einnig er tekið á móti hópum aldraðra í 
s.k. minningavinnu.
Nánari upplýsingar veita safnkennarar í síma 5302200 eða 
kennsla at thjodminjasafn.is
Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100920/9c7d834c/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 38700 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100920/9c7d834c/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list