[Gandur] Slæðingur kemur aftur út!!!

Margrét Sigvaldadóttir mas38 at hi.is
Wed Sep 22 12:33:27 GMT 2010


Yndislegu þjóðfræðinemar/fyrrum þjóðfræðinemar nær og fjær.

Lengi hefur verið í umræðunni að gefa út rit þjóðfræðinema-Slæðing-út á ný
og hefur nú verið hafist handa við að undirbúa útgáfu. Því erum við sem
erum komar af stað í undirbúningnum, á höttunum eftir greinum fyrir
blaðið.

Við óskum eftir útdráttum úr lokaritgerðum, áhugaverðum þjóðfræðilegum
pælingum um lífið og tilveruna, greiningum á bröndurum/flökkusögnum og
ýmsu fleira sem þið óskið eftir að koma á framfæri og tjá ykkur um í
rituðu máli.

Það er alveg tilvalið að fara í gegnum þau verkefni sem þið hafið unnið í
náminu og töfra fram frambærilega grein úr þeim. Þær mega vera í formi
suttra hugleiðinga og allt upp í rúmlega 2000 orða grein. Ekki er verra að
skreyta þær með nokkrum skemmtilegum myndum sem tengjast efninu.
Greinarnar sendist svo á í-meilin sem eru listuð hér fyrir neðan.

Eins ef þið lumið á einhverjum góðum hugmyndum varðandi útgáfuna eru þær
vel þegnar. Nú eða ef þið hafið reynslu af einhvers konar útgáfu megið þið
gjarnan ausa úr viskubrunnum ykkar. Ekki heldur vera feimin við að nálgast
okkur á göngum Háskólans eða senda okkur póst og spyrja spurninga sem
vaknað hafa innra með ykkur varðandi greinar.

Með bestu kveðjum og fyrirfram þökk,
Valgerður Óskarsd. (vao4 at hi.is)
Kristín Anna Hermannsd. (kakakamban at gmail.com)
Margrét Sigvaldad. (mas38 at hi.is)



More information about the Gandur mailing list