[Gandur] Frá Félagi sagnaþula

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon Sep 20 10:03:43 GMT 2010


Haustdagskrá.
Sagnakvöld verða  haldin fyrsta þriðjudag í mánuði eins og í fyrra.
5. október  kl. 20
2. nóvember kl. 20
7. desember kl. 20
Stöðugt fjölgar þeim sem vilja deila sögum með öðrum.  Öllum er  
frjálst að segja sögur eða bara hlusta.

Sagnakvöld haustið 2010.
Þriðjudaginn 5. okt. stendur Félag sagnaþula fyrir sagnakvöldi í  
Hellinum/Fjörukránni í Hafnarfirði.
Sagðar verða sögur úr ýmsum áttum. Kvæði kveðin og vísur fluttar.
Gestir eru hvattir til að stíga á stokk og eru allar sögur vel þegnar.
Dagskráin hefst kl. 20.
Aðgangseyrir er kr. 500 og innifalið í verði er kaffi/te og kex.
Sjáumst í Hellinum,
nefndin.

Námskeið.
Danska Sagnakonan og Íslandsvinkonan Vibeke Svejsturp hefur hug á að  
heimsækja okkur í október.
Hún vill gjarnan bjóða uppá sagnanámskeið - ca 14.-17. október.
Áhugasamir eru beðnir að senda Sigurbjörgu Karlsdóttur línu.  sibbak at simnet.is
Fljótlega verður send út auglýsing um námskeiðið.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100920/f71e20a6/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list