[Gandur] Málþing: Að grína í samfélagið

Kristinn H. M. Schram kristinn at akademia.is
Fri Sep 17 15:39:33 GMT 2010


Málþing: Að grína í samfélagið

[SEE ENGLISH TRANSLATION BELOW]

Í tengslum við sýningu Hafnarborgar “Að drekka mjólk og elta fólk”
stendur Þjóðfræðistofa fyrir málþingi um húmor sem tæki í
samfélagsrýni og valdabaráttu þjóðfélagshópa. Þar munu fræði- og
listamenn stíga á stokk og varpa ljósi á hinar ýmsu birtingarmyndir
húmors í menningar- og samfélagslegu samhengi. Á málþinginu verður
grínt í hin ýmsu form húmors svo sem uppistand, háðsádeilur og
leikræna íroníu. Þá verða tekin dæmi úr menningar-  og hversdagslífi
sem liggja á mörkum lista og leikhúss.

Málþingið fer fram 25. september í Hafnarborg - Menningar- og
listamiðstöð Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, Hafnarfirði kl. 15. –
16.30.

Á meðal dagskárliða eru:

Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar: Ávarp

Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu, Húmor, vald og samfélag

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, sýningarstjóri, Efnistök og stærra
samhengi sýningarinnar “Að elta fólk og drekka mjólk”

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir: Snisklófanðrolluf ruðúrt: Nröb riryf
ikke(lesist aftanfrá)

Dagbjört Guðmundsdóttir, þjóðfræðingur: Kreppuhúmor

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor við Háskóla Íslands: Íslensk

menning = tippamenning?

Terry Gunnell, dósent við Háskóla Íslands: Uppistand og sagnaflutningur

Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarmaður:  Common Nonsense


Gjörningar og uppákomur með Ilmi Stefánsdóttur, Möllu mengi og fleirum.

Sýnt úr og sagt frá heimildamyndinni Uppistandsstelpur sem frumsýnd
verður um kvöldið.

Pallborðsumræður með þátttakendum ásamt Óttarri Proppe borgarfulltrúa
Besta flokksins.

Nánar á vefsíðu Þjóðfræðistofu: www.icef.is

Nánar um sýninguna "Að elta fólk og drekka mjólk" á vefsíðu
Hafnarborgar. www.hafnarborg.is


IN ENGLISH

Symposium: A Poke at Society

Following the opening of the Hafnarborg exhibition “Að drekka mjólk og
elta fólk” the Icelandic Centre for Ethnology and Folklore will host a
symposium on humour as social commentary and a means of power.
Scholars and artists will shed light on the various forms of humour in
a cultural and social context.  The symposium “A Poke at Society”
looks at stand-up comedy, parody and ironic performances and draws
examples from cultural and everyday life that often lie on the
boundaries of art and performance.

The symposium takes place in Hafnarborg the 25th of September 2010, at
15:00 – 16:20.

See more on the ICEF website: www.icef.is

See more on the exhibition "Að elta fólk og drekka mjólk" on the
Hafnarborg website: www.hafnarborg.is


More information about the Gandur mailing list