<html><body style="word-wrap: break-word; -webkit-nbsp-mode: space; -webkit-line-break: after-white-space; ">Haustdagskrá.<br>Sagnakvöld verða &nbsp;haldin fyrsta þriðjudag í mánuði eins og í fyrra.<br>5. október &nbsp;kl. 20<br>2. nóvember kl. 20<br>7. desember kl. 20<br>Stöðugt fjölgar þeim sem vilja deila sögum með öðrum. &nbsp;Öllum er frjálst að segja sögur eða bara hlusta.<br><br>Sagnakvöld haustið 2010.<br>Þriðjudaginn 5. okt. stendur Félag sagnaþula fyrir sagnakvöldi í Hellinum/Fjörukránni í Hafnarfirði.&nbsp;<br>Sagðar verða sögur úr ýmsum áttum. Kvæði kveðin og vísur fluttar.<br>Gestir eru hvattir til að stíga á stokk og eru allar sögur vel þegnar.<br>Dagskráin hefst kl. 20.<br>Aðgangseyrir er kr. 500 og innifalið í verði er kaffi/te og kex.<br>Sjáumst í Hellinum,<br>nefndin.<br><br>Námskeið.<br>Danska Sagnakonan og Íslandsvinkonan Vibeke Svejsturp hefur hug á að heimsækja okkur í október.&nbsp;<br>Hún vill gjarnan bjóða uppá sagnanámskeið - ca 14.-17. október.&nbsp;<br>Áhugasamir eru beðnir að senda Sigurbjörgu Karlsdóttur línu. &nbsp;<a href="mailto:sibbak@simnet.is">sibbak@simnet.is</a>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<br>Fljótlega verður send út auglýsing um námskeiðið.<br></body></html>