[Gandur] [Félag íslenskra fræða] Carolyne Larrington ræðir fjölskyldudrama í Atlakviðu og Atlamálum á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða 16. september

Eydis Bjornsdottir eydisb at gmail.com
Tue Sep 14 10:30:10 GMT 2010


---------- Forwarded message ----------
From: Yelena Sesselja Helgadóttir <sesselja at hi.is>
Date: 2010/9/14

Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri verður
haldið *fimmtudaginn 16. september, kl. 20 í húsi Sögufélagsins,
Fischersundi 3*. Þar flytur *Carolyne Larrington*, sérfræðingur í norrænum
og enskum miðaldabókmenntum, fyrirlestur sem hún kallar *Family Drama in the
Heroic Poems of the Edda: Atlakviða and Atlamál*. Höfundur lýsir erindi sínu
á þessa leið:

„In the two Atli poems, Guðrún Gjúkadóttir appears to choose revenge for her
slaughtered brothers over maternal love, when she murders her children in
cold blood and feeds them to their father. In this paper I will argue that,
although there are vanishingly few analogues to Guðrún's actions in European
literature, Guðrún's behaviour can be illuminated by looking at
child-killing in a wider context. Reading the poems in a ritual context of
child-bearing, child-killing and sacrifice illuminates the murders as a
sustained and effective attack on fundamental patriarchal systems.“

Carolyne Larrington er kennari og fræðimaður við St John's College, Oxford
háskóla. Hún lauk doktorsprófi frá sama háskóla, en doktorsritgerð hennar
fjallaði um forn-norræn og fornensk spekiljóð. Áhugasvið hennar spannar m.a.
goðafræði, kven­persónur og áhrif riddarabókmennta á norrænan sagnaarf. Um
þessar mundir skrifar hún bók um systkini og sambönd þeirra í
miðaldabókmenntum.

Allir eru velkomnir.


Þá er Fréttabréf félagsins komið út. Fréttabréfið er sent til meðlima Félags
íslenskra fræða en er auk þess aðgengilegt öllum á vefsíðu félagsins,
http://islensk.fraedi.is.


Bestu kveðjur,
Sesselja Helgadóttir
formaður Félags íslenskra fræða
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100914/799272b1/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list