[Gandur] Þjóðfræði í mynd: Frumsýning í dag kl. 15 í Odda 101

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Fri Oct 22 08:38:04 GMT 2010


Þjóðfræði í mynd: Þáttaröð um þjóðfræði

Frumsýning í dag, föstudag, í stofu 101 í Odda kl. 15.00-17.00

Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Höfundar þáttanna Þjóðfræði í mynd eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson,
þjóðfræðinemar. Gerð þáttanna var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Þættirnir eru fimm talsins og hver um sig byggir á einni nýlegri
BA-ritgerð í þjóðfræði:

M og R er merkið mitt: Hefðir og siðir í MR
- Höfundur ritgerðar: Cilia Marianne Úlfsdóttir
- Auk höfundar er rætt við Einar Lövdahl Gunnlaugsson inspector scholae í
MR, Kristínu Einarsdóttur aðjúknt í þjóðfræði og Þorstein Guðmundsson
fyrrverandi MR-ing.

Þjóðhátíð í Eyjum fyrr og nú
- Höfundur ritgerðar: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Auk höfundar er rætt við Terry Gunnell prófessor í Þjóðfræði

Stefnumót við Bakkus
- Höfundur ritgerðar: Steinunn Guðmundardóttir
- Auk höfundar er rætt við Gísla Sigurðsson rannsóknarprófessor við
Stofnun Árna Magnússonar

Íslenski þjóðbúningurinn
- Höfundur ritgerðar: Ingibjörg Hanna Björnsdóttir
- Auk höfundar er rætt við Valdimar Tr. Hafstein dósent í þjóðfræði

Ull er gull: Lopapeysan við upphaf 21. aldarinnar
- Höfundur ritgerðar: Soffía Valdimarsdóttir
- Auk höfundar er rætt við Jón Þór Pétursson doktorsnema og stundakennara
í þjóðfræði

Þrír þættir verða sýndir fyrir hlé og tveir eftir hlé en að sýningunni
lokinni gefst tími fyrir stuttar umræður.


Nánari upplýsingar:

Í sumar fengu Ólafur Ingibergsson og Björk Hólm styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna til að gera stutta þætti upp úr nýlegum B.A. ritgerðum í
þjóðfræði undir leiðsögn Valdimars Tr. Hafstein. Þættirnir verða kynntir
framhaldsskólakennurum og vonandi nýttir meðfram öðru kennsluefni  í
framhaldsskólum, en verða auk þess gerðir aðgengilegir á netinu fyrir alla
sem vilja skoða þá.

Nú er komið að því að frumsýna afraksturinn. Þættirnir verða allir sýndir
á föstudaginn, 22. október, í stofu 101 í Odda kl. 15.00. Þrír þættir
verða sýndir fyrir hlé og tveir eftir hlé en að sýningunni lokinni gefst
tími fyrir stuttar umræður.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.





More information about the Gandur mailing list