[Gandur] Listfræði og ljósmyndir

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue May 25 15:04:53 GMT 2010


Listfræði og ljósmyndir
Þjóðminjasafn Íslands, miðvikudaginn 26. maí kl. 17.00 – 19.00

Listfræðafélag Íslands heldur málþing í samvinnu við Listahátið í 
Reykjavík um fræðilegar nálganir við ljósmyndalist, stöðu rannsókna og 
helstu viðfangsefni þeirra íslensku fræðimanna sem um ljósmyndir fjalla. 
Athygli listfræðinga hefur í auknum mæli beinst að ljósmyndum undanfarin 
ár enda hefur þáttur þessa miðils í myndlist orðið æ gildari. Með því hafa 
vaknað nýjar spurningar um stöðu miðilsins gagnvart öðrum sviðum 
myndlistarinnar, um muninn á heimildagildi og listrænni túlkun, og um 
framtíð miðilsins og margt fleira. Á þinginu munu fimm frummælendur halda 
stutt erindi og taka þátt í umræðum með gestum. Fundarstjóri er Jón Proppé
, listheimspekingur og gagnrýnandi.
 
Frummælendur verða; Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns 
Íslands, María Karen Sigurðardóttir, safnstjóri Ljósmyndasafns 
Reykjavíkur, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur og fagstjóri 
listfræða myndlistardeildar LHÍ, Pétur Thomsen, ljósmyndari, Sigrún 
Sigurðardóttir, menningarfræðingur og fagstjóri listfræða við hönnun- og 
arkitektúrdeild LHÍ. 

Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 
26. maí kl. 17.00 til 19.00. Þingið er öllum opið.

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100525/836e0931/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list