[Gandur] Ormagull og selshamur - ný sýning í Þjóðminjasafni Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri May 21 12:42:13 GMT 2010


Ormagull og selshamur
Laugardaginn 22. maí verður sýningin Ormagull og selshamur opnuð á Torgi 
Þjóðminjasafns Íslands.
Á sýningunni má sjá útskurðarverk eftir Ingibjörgu Helgu Ágústsdóttur, en 
verkin byggja á íslenskum þjóðsögum. 


Höfundur útskurðarverkanna, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir f. 1963 lærði 
fatahönnun í London og Kaupmannahöfn.  Hún er uppalin í Stykkishólmi þar 
sem hún býr og starfar.
Áhugi Ingibjargar á handverki vaknaði fyrir alvöru þegar hún byrjaði að 
rannsaka íslenska faldbúninginn og handverk honum tengt. Búningahefðin, 
litirnir, munstur og íslenskur útskurður ásamt sögum og ævintýrum sem amma 
hennar og nafna sagði henni í æsku hafa orðið innblásturinn að þessum 
útskornu tréverkum sem kalla má ævintýrabox. Einnig hefur sjálf náttúran 
og umhverfi heimabæjarins Stykkishólms haft rík áhrif á listakonuna.
Ævintýraboxin fjalla um þjóðsögurnar Ormurinn í Lagarfljóti, Ragnhildur á 
Rauðhömrum og þussinn í Þríhömrum, Guð launar fyrir hrafninn, Selshamurinn 
og Vígð Drangey.
Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100521/5a79d8c9/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 76853 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100521/5a79d8c9/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list