<font size=3 face="sans-serif"><b><i>Listfræði og ljósmyndir</i></b></font><font size=2 face="sans-serif"><br>
Þjóðminjasafn Íslands, miðvikudaginn 26. maí kl. 17.00 – 19.00<br>
<br>
Listfræðafélag Íslands heldur málþing í samvinnu við Listahátið í Reykjavík
um fræðilegar nálganir við ljósmyndalist, stöðu rannsókna og helstu viðfangsefni
þeirra íslensku fræðimanna sem um ljósmyndir fjalla. Athygli listfræðinga
hefur í auknum mæli beinst að ljósmyndum undanfarin ár enda hefur þáttur
þessa miðils í myndlist orðið æ gildari. Með því hafa vaknað nýjar spurningar
um stöðu miðilsins gagnvart öðrum sviðum myndlistarinnar, um muninn á heimildagildi
og listrænni túlkun, og um framtíð miðilsins og margt fleira. Á þinginu
munu fimm frummælendur halda stutt erindi og taka þátt í umræðum með gestum.
Fundarstjóri er <b>Jón Proppé</b>, listheimspekingur og gagnrýnandi.<br>
 <br>
Frummælendur verða; <b>Inga Lára Baldvinsdóttir</b>, fagstjóri Ljósmyndasafns
Íslands, <b>María Karen Sigurðardóttir</b>, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur,
<b>Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir</b>, listfræðingur og fagstjóri listfræða
myndlistardeildar LHÍ, <b>Pétur Thomsen</b>, ljósmyndari, <b>Sigrún Sigurðardóttir</b>,
menningarfræðingur og fagstjóri listfræða við hönnun- og arkitektúrdeild
LHÍ. <br>
<br>
Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn
26. maí kl. 17.00 til 19.00. Þingið er öllum opið.<br>
</font>