[Gandur] 101 Tækifæri

Óli Gneisti Sóleyjarson oligneisti at gmail.com
Wed May 12 13:31:05 GMT 2010


TORFUSAMTÖKIN - FUNDUR MEÐ FRAMBJÓÐENDUM OG ÚTKOMA NÝRRAR BÓKAR

Torfusamtökin efna til borgarafundar í aðdraganda
borgarstjórnakosninga í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 13. maí kl. 20.00
í Iðnó.

Fulltrúum allra framboðslista til borgarstjórnarkosninga er boðið að
gera grein fyrir afstöðu flokka sinna til húsverndarmála, m.a. svara
spurningunni um  hvaða sess húsvernd á að hafa í aðalskipulagi
Reykjavíkur?  Að framsögum loknum verður opnað fyrir umræður og
spurningar.

Eftirtalin framboð hafa staðfest þátttöku á fundinum:

Samfylkingin: Hjálmar Sveinsson
Sjálfstæðisflokkur: Júlíus Vífill Ingvarsson
Vinstri hreyfingin - grænt framboð: Sóley Tómasdóttir
Besti flokkurinn: Páll Hjaltason
Framsóknarflokkurinn: Einar Skúlason
Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir

Formaður Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson hefur gert glæsilega
bók er nefnist 101 Tækifæri og kemur út í vikunni. Bókin verður til
sýnis og sölu á fundinum.

Bókin er ljósmyndabók með greinum, vangaveltum og hugmyndum um
lífsgæði í borgum, skipulagsmál og verðmæti byggingararfs svo eitthvað
sé nefnt. Bókin vekur athygli á þeim verðmætum sem gamli miðbærinn býr
yfir og hvaða tækifæri eru í þeim fólgin.

Að skoða hús er að skoða aldarspegil.


Með þökk og kveðju
f.h. Torfusamtakanna,
Ragnheiður Pálsdóttir

s. 847 7140

Fyrir frekari upplýsingar um bókina: Snorri Freyr, s. 861 3372

hér að neðan er myndaalbúm úr bókinni:

http://www.dropbox.com/gallery/1934639/1/101_Taekifaeri?h=99e5c2
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: 101.png
Type: image/png
Size: 760874 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100512/d67fc6c3/attachment-0001.png 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: skuggi a09.jpg
Type: image/jpeg
Size: 341605 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100512/d67fc6c3/attachment-0001.jpg 


More information about the Gandur mailing list