[Gandur] Leiðsögn um sýninguna Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed May 12 17:41:37 GMT 2010


Leiðsögn um sýninguna
Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods.
Sunnudaginn 16. maí veitir Einar Falur Ingólfsson leiðsögn um nýopnaða 
sýningu sína í Þjóðminjasafni Íslands  Sögustaðir – í fótspor W.G. 
Collingwoods. 
Leiðsögnin hefst klukkan 13:00 og er öllum opin.


Á sýningunni Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods má sjá ljósmyndaverk 
eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnin eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, 
teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn 
William Gershom Collingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í 
Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897. Sýningin 
er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2010.
W.G. Collingwood kom til landsins til að mála myndir af stöðum sem koma 
fyrir í Íslendingasögunum og um leið skapaði hann merkar heimildir um 
íslenskan samtíma sinn. Í ljósmyndum Einars Fals verður til samtal þriggja 
tíma; samtíma áhorfandans í dag, samtíma Collingwoods árið 1897 og 
sögualdarinnar, sem Bretinn hyllti í myndverkum sínum.
Á sýningunni í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands má sjá úrval ljósmynda 
Einars Fals og að auki hluta þeirra rúmlega 300 verka sem Collingwood 
málaði hér á landi, en ríflega helmingur myndanna frá ferð hans eru 
varðveittar í Þjóðminjasafninu. 
Í tengslum við sýninguna var gefin út vegleg bók sem er til sölu í 
Safnbúð. Í tilefni opnunarinnar er bókin á sérstöku afsláttartilboði til 
sunnudags.
Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100512/b5459c1a/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 67578 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100512/b5459c1a/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list