[Gandur] Áttu forngrip í fórum þínum?

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue Mar 2 15:04:51 GMT 2010


Áttu forngrip í fórum þínum?

Sunnudaginn 7. mars n.k. verður almenningi í sjötta sinn boðið að koma með 
gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Þessir 
greiningardagar hafa verið mjög vel sóttir og margt skemmtilegt komið þar 
fram. Dagskráin hefst kl. 14 og lýkur kl. 16 og samkvæmt fenginni reynslu 
næst að greina um 50 gripi á þeim tíma. Fólki er því bent á að koma 
tímanlega og taka númer.

Meðal þess sem fólk hefur komið með til greiningar eru tóbaksdósir sem 
munu hafa verið í eigu Brynjólfs Péturssonar Fjölnismanns, stokkabelti 
eignað Ragnheiði biskupsdóttur, forn öxi sem fannst í jörðu í Þjórsárdal 
og hlutar úr vinsælu bollastelli frá 19. öld. 

Í þetta sinn verður einnig forvörður á staðnum sem gefur góð ráð varðandi 
meðferð gamalla gripa í heimahúsum. 

Tekið skal fram að einungis verður reynt að greina muni með tilliti til 
aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn safna meta ekki verðgildi 
gamalla gripa. Eigendur taka að sjálfsögðu gripina með sér aftur að 
lokinni skoðun.
Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100302/4b6c006d/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 56728 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100302/4b6c006d/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list