[Gandur] 17. júní í Þjóðminjasafni Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue Jun 15 10:45:57 GMT 2010


17. júní í Þjóðminjasafni Íslands
Í Þjóðminjasafni Íslands verður þjóðhátíðardegi Íslendinga fagnað með 
ókeypis aðgangi og leiðsögn um grunnsýningu safnsins Þjóð verður til - 
Menning og samfélag í 1200 ár. Leiðsögnin er öllum opin og hefst klukkan 
14.

Grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ætlað að hvetja gesti til að spyrja 
grundvallarspurninga um þjóðina sem byggt hefur Ísland til þessa dags. Hún 
felur í sér túlkun og endurmat samtímans á Íslandssögunni og um leið á því 
hver við erum.
Á sýningunni er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af 
menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi 
þar sem tekið er mið af nýjustu rannsóknum. 
Helstu nýjungum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum 
menningararfi þjóðarinnar. Margmiðlunarskjáir, hljóðleiðsögn og 
myndamöppur nýtast vel til að dýpka sýnina, brúa bilið þar sem tíminn 
hefur ekki skilið eftir áþreifanlegar minjar og skapa þannig frekari 
samfellu í sýningunni.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100615/90b7d706/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 42087 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100615/90b7d706/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list