[Gandur] Þjóðháttasöfnun um kreppuna, hrunið og Búsáhaldabyltinguna

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Jan 27 12:44:58 GMT 2010


Fréttatilkynning:
Þjóðháttasöfnun um kreppuna, hrunið og Búsáhaldabyltinguna

Þjóðminjasafn Íslands vinnur nú að söfnun heimilda um kreppuna, hrunið og 
Búsáhaldabyltinguna. Á safninu stendur yfir sýningin Fyrir ári þar sem sjá 
má muni sem safnast hafa og komu við sögu í mótmælunum í kjölfar 
efnahagshrunsins 2008. Af þessu tilefni hefur verið tekin saman 
spurningaskrá sem send er út um þessar mundir. Safnið hefur áhuga á að ná 
til fólks sem býr yfir upplýsingum um framangreint efni.

Unnt er að sækja spurningaskrána á heimasíðu Þjóðminjasafnsins, 
www.thjodminjasafn.is  og senda svör í tölvupósti á netfangið 
agust at thjodminjasafn.is.

Öll svör verða varðveitt nafnlaus og því ópersónugreinanleg. Með 
spurningaskránni er leitast við að ná til sem breiðasts hóps í öllum 
landshlutum, jafnt karla sem kvenna.

Þeir sem fremur kjósa að svara ekki stafrænt geta fengið spurningaskrána 
senda í pósti ásamt umslagi sem setja má ófrímerkt í póst og pappír til að 
svara á með því að hafa samband við Þjóðminjasafnið í síma 530 2200 eða að 
senda tölvupóst á netfangið agust at thjodminjasafn.is.

Þjóðminjasafnið vill hvetja fólk til að leggja söfnuninni lið og varðveita 
þannig mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum.

Þjóðminjasafn Íslands hefur í um hálfa öld safnað heimildum um þjóðhætti 
með spurningaskrám. Spurt hefur verið um lífshætti, siði og venjur fyrr á 
tímum en í seinni tíð hefur söfnunin einnig beinst að samtímanum. Svör 
heimildarmanna eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar og slegin inn í 
stafrænan gagnagrunn. Aðgangur að grunninum er þó takmarkaður og háður 
sérstöku leyfi.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100127/71a969bf/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list