[Gandur] Barnaleiðsögn sunnudaginn 7. febrúar

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Feb 4 13:27:45 GMT 2010


Barnaleiðsögn

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í 
Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð börnum á 
aldrinum 5-8 ára. 

Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin 
gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans.

Tilboð á aðgangseyri, tveir fyrir einn, gildir á sunnudag. Börn að 18 ára 
aldri fá þó frítt inn að vanda.

Meðal þess sem verður skoðað eru 1000 ára gamlar beinagrindur og sverð 
landnámsmanna, álfapottur, gamalt skip og baðstofa úr torfbæ. Einnig 
verður spjallað um leikföng barna í gamla daga og hver veit nema 
spádómsvala leynist í gullakistunni.

Börnin fá líka að hlusta á frásögn barna úr fortíðinni en í 
Þjóðminjasafninu er hægt að ná ,,símasambandi“ við lítinn landnámsstrák og 
fleiri skemmtilega krakka. 

Helga Einarsdóttir safnfræðslufulltrúi annast barnaleiðsögnina. Leiðsögnin 
er um 45 mínútur að lengd.

Safnfræðsla Þjóðminjasafnsins stendur fyrir öflugu barnastarfi og er 
ýmislegt í boði fyrir börn á safninu. Stefnt er að því að bæta framboðið 
enn frekar og er barnaleiðsögn hluti af því. Leiðsögnin er í boði fyrsta 
sunnudag í mánuði í allan vetur og mun hún hverju sinni höfða til 
mismunandi aldurshópa.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100204/f38666b3/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 48609 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100204/f38666b3/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list