<div align=center><font size=6 face="Book Antiqua"><b>Barnaleiðsögn</b></font></div>
<div>
<br>
<br><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Sunnudaginn 7. febrúar kl. 14:00
verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er
að þessu sinni ætluð börnum á aldrinum 5-8 ára. </b></font>
<br>
<br><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna
á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar
fram til nútímans.</b></font>
<br>
<br><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Tilboð á aðgangseyri, tveir fyrir
einn, gildir á sunnudag. Börn að 18 ára aldri fá þó frítt inn að vanda.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_0E3C1B500E3C17500049F1F0002576C0></div>
<div>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Meðal þess sem verður skoðað eru 1000
ára gamlar beinagrindur og sverð landnámsmanna, álfapottur, gamalt skip
og baðstofa úr torfbæ. Einnig verður spjallað um leikföng barna í gamla
daga og hver veit nema spádómsvala leynist í gullakistunni.</font>
<br>
<br><font size=3 face="Book Antiqua">Börnin fá líka að hlusta á frásögn
barna úr fortíðinni en í Þjóðminjasafninu er hægt að ná ,,símasambandi“
við lítinn landnámsstrák og fleiri skemmtilega krakka. </font>
<br>
<br><font size=3 face="Book Antiqua">Helga Einarsdóttir safnfræðslufulltrúi
annast barnaleiðsögnina. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd.</font>
<br>
<br><font size=3 face="Book Antiqua">Safnfræðsla Þjóðminjasafnsins stendur
fyrir öflugu barnastarfi og er ýmislegt í boði fyrir börn á safninu. Stefnt
er að því að bæta framboðið enn frekar og er barnaleiðsögn hluti af því.
Leiðsögnin er í boði fyrsta sunnudag í mánuði í allan vetur og mun hún
hverju sinni höfða til mismunandi aldurshópa.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">s. 5302222/gsm 8242039</font>
<div>
<br>
<br></div></div></div>