[Gandur] Menningararfur sem ásetningur - í dag kl. 17 í Á-201

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Thu Apr 15 14:13:50 GMT 2010


Menningararfur sem ásetningur

Meistarafyrirlestur í þjóðfræði: Bryndís Björgvinsdóttir

Í dag kl. 17-18 í stofu 201 í Árnagarði

Umræður um menningararf hafa sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum og
nú er svo komið að hann er nánast alls staðar. Sífellt fleiri hlutir,
ummerki og atferli eru skilgreind sem menningararfur hinna og þessara hópa
- sem beri að varðveita. Jafnframt vísar fólk gjarnan til menningararfsins
er það vill styðja við mál sitt eða koma ákveðnum skilaboðum á framfæri.

Fyrirlesturinn byggist á MA-ritgerð Bryndísar Björgvinsdóttur um notkun á
menningararfi á Íslandi, en hluta heimilda var aflað frá einstaklingum í
Torfusamtökunum, þjóðbúningasaumakonum og konum sem koma að Þorrablóti
Bolvíkinga.

Fyrirlesturinn fjallar einna helst um hvernig minnihlutahópar nýta sér
menningararf til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri til valdameiri
hópa, eða nýta sér hann beinlínis í baráttu um vald.

Fyrirlesturinn fer fram kl. 17-18 fimmtudaginn 15. apríl í stofu 201 í
Árnagarði, aðgangur er ókeypis og öllum heimill.











More information about the Gandur mailing list