[Gandur] [Félag íslenskra fræða] Pétur Gunnarsson talar um glímu sína við Þorberg og gleymskuna nk. fimmtudag, 15. apríl, á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða

Eydis Bjornsdottir eydisb at gmail.com
Tue Apr 13 10:37:15 GMT 2010


---------- Forwarded message ----------
From: Yelena Sesselja Helgadóttir <sesselja at hi.is>
Date: 2010/4/13


Fjórða og síðasta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu vormisseri
verður haldið fimmtudaginn *15. apríl, kl. 20* í húsi Sögufélagsins
(Fischersundi 3) að loknum aðalfundi félagsins sem hefst kl. 19.

Á rannsóknarkvöldinu flytur *Pétur Gunnarsson*, rithöfundur, erindi sem hann
nefnir *Lífið er stutt, gleymskan löng*. Í fyrirlestrinum mun Pétur ræða
ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann þurfti að glíma við
við ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (*ÞÞ í
fátæktarlandi* og *ÞÞ í forheimskunarlandi*) komu út 2007 og 2009.

„Líður tíminn alltaf jafn hratt? Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu
kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn
upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í
eilífum hring­dansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem
einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það
í stöðugum upprifjunum.

Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stór­hríð áreita gerir
að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir
mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf.
Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út
eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi
nýrra „upplýsinga“ sópa á brott því sem fyrir var.

Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma
ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var
að festa atburðarásina með hagan­lega samsettum orðum. Á öld
holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í
(vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í
stað þess að spóla í hinu glórulausa núi.“

Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université
d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóða- og skáldsagnaskáld
og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir
og menningarmál. Fyrra bindi þroskasögu Péturs um Þórberg Þórðarson hlaut
tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2007 í flokki fræðibóka
og bóka almenns eðlis, en áður voru þrjár skáldsögur hans tilnefndar til
sömu verðlauna í flokki fagurbókmennta.

*Allir eru velkomnir.*


Bestu kveðjur,
Sesselja Helgadóttir
formaður Félags íslenskra fræða
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100413/cca411a0/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list