[Gandur] Meistarafyrirlestur 8. apríl: Þjóðfræði í tölvuheimi

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Tue Apr 6 09:14:19 GMT 2010


Óli Gneisti Sóleyjarson flytur fyrirlestur byggðann á meistararitgerð sinni
sem fjallar um íslenska tölvuleikinn Eve Online. Í fyrirlestrinum ræðir hann
um rannsókn sína, aðferðafræði og niðurstöður. Það er óhætt að segja að
fæstir hugsa sér tölvuheima sem sérstakt rannsóknarefni þjóðfræðinga. Óli
mun fjalla sérstaklega um þá ögrun sem það var að fara nýjar leiðir í
þjóðfræðirannsóknum með því að skoða samfélag tölvuleiks. Er yfirhöfuð
eitthvað þar að finna sem má flokka sem þjóðfræðiefni? Óli svarar þeirri
spurningu með skýru jái. Hann mun leggja sérstaka áherslu á þær mörgu leiðir
sem tölvuleikjaspilarar nota í sköpun innan leiksins.



Meistararitgerð Óla Gneista Sóleyjarsonar Eve Online: Leikir, sköpun og
samfélög var gefin út af Þjóðfræðistofu í fyrra. Eintök af bókinni verða til
sölu á staðnum.



Fyrirlesturinn er á vegum Háskóla Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi
og er annar af þremur meistarafyrirlestrum þar sem nýlega útskrifaðir
þjóðfræðingar segja frá rannsóknum sínum.



Fyrirlesturinn fer fram kl. 17-18 fimmtudaginn 8. apríl í stofu 201 í
Árnagarði, aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100406/a7063fad/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list