[Gandur] MÁLÞING. Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands, laugardaginn 31. okt. nk., kl.: 13.00

Ragnhildur Bragadóttir Ragnhildur.Bragadottir at kirkjan.is
Wed Oct 28 20:19:15 GMT 2009



Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands

Félag um átjándu aldar fræði
heldur málþing undir yfirskriftinni
Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands
 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð,
laugardaginn 31. október 2009.
Tekið verður til meðferðar að hvaða leyti hinar umfangsmiklu fornleifarannsóknir
sem unnar hafa verið hérlendis
                                                            á síðustu árum varpa nýju ljósi á sögu landsins.

Málþingið hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fimm erindi sem hér segir:

Framlag nýrra fornleifarannsókna til íslenskrar miðaldasögu
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands

Svo á jörðu sem á himni - grafir í Skriðuklausturskirkjugarði
sem nýjar heimildir um sögu Íslands
Steinunn Kristjánsdóttir, lektor í fornleifafræði
við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands

Ný vitneskja um daglegt líf og neysluhætti á 16.-18. öld
Halldór Bjarnason, aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands

KAFFIHLÉ

Fallnir veggir og fáeinar línur á blaði.
Samtenging rústa og ritaðra heimilda frá 17. og 18. öld
Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands


Leifar af leiðum
Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor
við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum


Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, formaður Félags um átjándu aldar fræði.

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.


Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin


Öllum er heimill ókeypis aðgangur !




-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091028/4df726ad/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list