[Gandur] Barnaleiðsögn sunnudaginn 1. nóvember

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Oct 29 11:05:33 GMT 2009


Barnaleiðsögn

Sunnudaginn 1. nóvember kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í 
Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð börnum á 
aldrinum 9-12 ára.

Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin 
gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans.

Á Þjóðminjasafninu er endalaus uppspretta skemmtilegra muna sem flestir 
hafa áhugaverða sögu að baki. Leitað verður svara við ýmsum spurningum er 
vakna frammi fyrir gripum fortíðarinnar. Af hverju voru landnámsmenn oft 
grafnir með hestunum sínum? Hvers vegna eru rúmin í baðstofunni svona 
lítil? Hvernig var fyrsti fáni Íslands? 

Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd.

Nánari upplýsingar veitir Helga Einarsdóttir í síma 530-2200 eða á 
netfangið kennsla at thjodminjasafn.is

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091029/dfb89847/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 59570 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091029/dfb89847/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list