[Gandur] Kynning á starfsemi munasafns Þjóðminjasafns Íslands

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Mon Oct 26 08:16:18 GMT 2009


Kynning á starfsemi munasafns Þjóðminjasafns Íslands
Þriðjudaginn 27.  október kynnir Lilja Árnadóttir fagsjóri starfsemi 
munasafns Þjóðminjasafns Íslands og söfnun og skráningu sem fer fram á 
vegum þess. Kynningin er hluti af hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins, 
en í fyrirlestraröð haustsins gefst áhugasömum færi á að kynna sér hluta 
þess fjölbreytta starfs sem fer fram í Þjóðminjasafninu.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal safnsins.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt mikið magn gripa af margvíslegu 
tagi. Greint verður frá stærð, eðli og umfangi safnsins en það var stofnað 
24. febrúar 1863 og hét þá Forngripasafn. Stofngjöf safnsins var haugféð 
úr kumli að Baldursheimi í Mývatnssveit auk nokkurra muna sem sr. Helgi 
Sigurðsson á Melum færði safninu. 
Fyrstu áratugina lögðu forstöðumenn safnsins áherslu á að útvega gripi frá 
fyrstu öldum Íslandsbyggðar og gripi sem flokkast gætu sem listgripir. Með 
fyrstu þjóðminjalögum sem sett voru 1907 var lögð áhersla á söfnun 
forngripa, verndun fornleifa og gildir sá lagabókstafur efnislega síðan. 
Samkvæmt gildandi þjóðminjalögum er hlutverk Þjóðminjasafns Íslands að 
safna, skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka minjar, svo sem 
forngripi, kirkjugripi, listmuni, nytjahluti sem gildi hafa fyrir 
varðveislu menningarsögu þjóðarinnar. Þá skulu aflagðir kirkjugripir 
varðveittir í Þjóðminjasafni Íslands.
Í Þjóðminjasafni er varðveitt mikið af listgripum frá 17. 18. og 19. öld. 
Þar ber mikið á útskornum munum, s.s. rúmfjölum, kistlum, lárum og öskjum, 
útsaumuðum og ofnum textílum, málmsmíði bæði úr silfri og látúni. 
Atvinnuminjar úr hinu gamla bændasamfélagi 19. aldar og upphafi þeirrar 
20. sem og sjóminjar skipa stóran sess í safninu. Mikið er varðveitt af 
kvenbúningum og búningaskarti. Síðustu áratugi 20. aldar hefur safnið 
veitt viðtöku ýmsum gripum sem flokkast sem samtímaminjar og tilheyra 
daglegu lífi nútímamanna s.s. leikföng og búshlutir.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091026/a0b01451/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 56551 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091026/a0b01451/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list