[Gandur] Málþing um grafík á Íslandi

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Oct 21 10:00:49 GMT 2009


Fréttatilkynning:
Málþing um grafík á Íslandi
Föstudaginn 23. október verður haldið málþing um grafík í Þjóðminjasafni 
Íslands í tengslum við sýninguna Svart á hvítu – prentlistin og 
upplýsingabyltingin. Málþingið fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 
og stendur frá kl. 15-17.  Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Dagskráin er unnin í samvinnu við Íslenska grafík og Prentarafélag 
Íslands. Ríkharður Valtingojer, Valgerður Hauksdóttir og Gunnhildur 
Þórðardóttir flytja erindi fyrir hönd Íslenskrar grafíkur, Friðrik 
Friðriksson prentráðgjafi gefur innsýn í breytingar í prentiðnaði og 
Ágústa Kristófersdóttir sýningarstjóri Þjóðminjasafnsins kynnir sýninguna, 
Svart á hvítu - prentlistin og upplýsingabyltingin. Að lokum verður 
sýningin skoðuð.
Á sýningunni Svart á hvítu – prentlistin og upplýsingabyltingin getur að 
líta gripi frá því á fyrstu dögum prentsins á Íslandi, prentmót og bækur 
frá því á 16. öld og fram á miðja 19. öld. Gripirnir gefa innsýn í þá tíma 
þegar bækur voru settar og prentaðar án sjálfvirkni og hver bók var 
einstakur dýrgripur. Sýnd eru prentmót sem Þjóðminjasafninu bárust árið 
1868 og eiga uppruna sinn í fyrstu íslensku prentsmiðjunum. Sum mótin eru 
sýnd með bókum þar sem þau koma fyrir, en önnur eru sýnd með afþrykkum.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091021/b73245d4/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 49976 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091021/b73245d4/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list