[Gandur] Hádegisfyrirlestur: Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Mon Oct 12 10:13:10 GMT 2009


Fréttatilkynning:
Ljósmyndasafn Íslands
Þriðjudaginn 13. október kynnir Inga Lára Baldvinsdóttir Ljósmyndasafn 
Íslands í Þjóðminjasafni og þá söfnun og skráningu sem fer fram á vegum 
þess. Kynningin er hluti af hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins, en í 
fyrirlestraröð haustsins gefst áhugasömum færi á að kynna sér hluta þess 
fjölbreytta starfs sem fer fram í Þjóðminjasafninu.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal safnsins.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Ljósmyndir eru stærsti efnisflokkurinn í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands 
og eru í sérsafni sem heitir Ljósmyndasafn Íslands. Tæplega 4 milljónir 
mynda eru í safninu. Þar er að finna úrval þjóðlífs- og mannamynda frá því 
að ljósmyndin var fundin upp árið 1839 til aldamótanna 2000 en líka besta 
úrval teiknaðra, málaðra og prentaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi 
á 16.-19. öld. 
Ljósmyndasafn Íslands veitir almenningi, sérfræðingum, útgefendum, 
kvikmyndagerðarmönnum og öðrum aðgang að myndasöfnum í sinni vörslu og 
selur og leigir eftirtökur af myndum sem varðveittar eru í safninu. 
Reglulega eru settar upp ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands með 
myndum úr ljósmyndasafninu. Um þessar mundir má sjá ljósmyndasýninguna 
Óþekkt augnablik í Bogasal, en það er greiningarsýning á ljósmyndum frá 
tímabilinu um 1900-1960. Á sýningunni er leitað aðstoðar safngesta við 
greiningu myndefnis og hefur það gefist svo vel, að ætlunin er að skipta 
út myndunum fljótlega og setja upp nýjar til greiningar.
Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091012/f967596e/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 38920 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091012/f967596e/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list