[Gandur] Ása G. Wright - frá Íslandi til Trinidad

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Nov 27 15:36:32 GMT 2009


Ása G. Wright – frá Íslandi til Trinidad
Laugardaginn 28. nóvember verður sýningin Ása G. Wright – frá Íslandi til 
Trinidad opnuð í horninu á 2. hæð Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni 
getur að líta hluta þeirra gripa sem Ása gaf safninu á 7. áratug síðustu 
aldar. Margir gripanna hafa ekki verið sýndir áður. Sýningin er sett upp 
samhliða útkomu nýrrar ævisögu Ásu en Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur 
hefur ritað bókina Kona þriggja eyja um ævi Ásu og kom hún út hjá 
Forlaginu nýlega.

Áslaug Guðmundsdóttir, eða Ása G. Wright, fæddist að Laugardælum í Ölfusi 
12. apríl 1892. Hún lést í Port  of Spain á eynni Trinidad í Karíbahafinu 
6. febrúar 1971. Líf hennar var sannkallað ævintýri frá því hún var ung 
læknisdóttir á Íslandi þar til hún á efri árum rak gistiheimili í 
náttúruparadís á hitabeltiseyju. Persónuleiki  Ásu var stór í sniðum, hún 
lét hendur standa fram úr ermum og er hverjum þeim eftirminnileg  sem 
henni kynntust. Hún var af fyrirmönnum komin og var ákaflega stolt af 
uppruna sínum og vildi halda minningu ættarinnar á lofti. 
Ása var velgjörðarmaður Þjóðminjasafns Íslands og gaf safninu hluta 
búslóðar sinnar ásamt veglegri fjárupphæð.  Árið 1968 var stofnaður 
minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright. Sjóðurinn er í vörslu 
Þjóðminjasafns Íslands og er ætlað að standa straum af heimsóknum erlendra 
fræðimanna til landsins, til að flytja fyrirlestra á vegum safnsins um 
þætti í norænni menningu. Fyrirlestrar sjóðsins hafa verið gefnir út í 
sérstakri ritröð. Nýjasta ritið, sem er númer þrettán í ritröðinni, ber 
heitið Islands fine sølv  en ritin eru fáanleg í safnbúð 
Þjóðminjasafnsins.
Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091127/3280af0d/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 30332 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091127/3280af0d/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list