[Gandur] Auður, Vilborg og þjóðfræðin

Óli Gneisti Sóleyjarson oligneisti at gmail.com
Mon Nov 23 00:19:46 GMT 2009


Staður: Hús Sögufélagsins
Stund: 20:00, miðvikudaginn 25. nóvember

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur er flestum kunn. Hún hefur skrifað fjölda
bóka sem eru ríkar í þjóðfræðilegu innihaldi enda er Vilborg sjálf með BA
gráðu í faginu og stundar nú í því meistaranám. Á miðvikudaginn 25. nóvember
klukkan 20:00 í húsi Sögufélagsins við Fischersund mun Vilborg halda tölu á
vegum Félags þjóðfræðinga. Umfjöllunarefni hennar verður nýjasta bók hennar
Auður. Hún mun ræða um það hvernig hún flettar saman þjóðfræðilegum
rannsóknum og skáldskap í skáldævisögu Auðar djúpúðgu, lesa úr bókinni og
sýna myndir og kort tengd sögusviðinu á Bretlandseyjum og heimildavinnunni.
Á staðnum verður einnig hægt að kaupa bókina með góðum afslætti.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091123/9cb0fa9c/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list