[Gandur] Áttu forngrip í fórum þínum? Greiningardagur sunnudaginn 8. nóvember

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Nov 4 14:41:12 GMT 2009


Áttu forngrip í fórum þínum?
Þjóðminjasafn Íslands býður upp á greiningu á gömlum gripum sunnudaginn 8. 
nóvember kl. 14-16.

Næstkomandi sunnudag býður Þjóðminjasafn Íslands fólki að koma með 
forngripi og gamla muni í skoðun og greiningu. Sérfræðingar um gamla gripi 
munu taka vel á móti öllum í forsalnum á 3. hæð safnsins milli kl. 14-16.

Margir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi en vita lítið um 
uppruna þeirra og leikur þá kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari 
deili. Aðrir hafa fundið gripi í jörðu, til dæmis þegar grafa hefur átt 
fyrir kartöflugarði eða sumarbústaðsgrunni, sem þeir vilja fræðast um. 

Gripir þurfa alls ekki að vera frá miðöldum til þess að teljast gamlir og 
má í því samhengi benda á að grunnsýning Þjóðminjasafnsins spannar öll 
1200 árin í sögu Íslands byggðar, frá landnámstíma til 20. aldar. Margar 
nýjungar síðustu áratuga eru nú orðnar ,,gamlar“ eða ,,fornlegar“. 

Tekið skal fram að einungis verður reynt að greina muni með tilliti til 
aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn safna meta ekki verðgildi 
gamalla gripa. Eigendur taka gripina með sér aftur að lokinni skoðun.

Þriðjudaginn 10. nóvember kl 12:05 gefst áhugasömum síðan kostur á að 
fræðast um meðferð gamalla gripa í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu. 
Þá mun Nathalie Jacquement forvörður gefa góð ráð um meðhöndlun og 
varðveislu gripa og listaverka í heimahúsum.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091104/4c13bd9f/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 62783 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091104/4c13bd9f/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list