[Gandur] Frásagnaraðferðir í náms- og starfsráðgjöf

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon May 25 12:51:50 GMT 2009


> Frásagnaraðferðir í náms- og starfsráðjöf.
>
> Dr. Mary McMahon, dósent í Queensland háskóla í Ástralíu, heldur  
> fyrirlestur
> um frásagnaraðferðir í náms- og starfsráðgjöf á morgun þriðjudaginn  
> 26. maí
> í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 16.
> Fyrirlestur Dr. McMahon hefur yfirskriftina: Career counselling:  
> Working
> with story tellers (Náms- og starfsráðgjöf: Unnið með sagnafólki).
> Fólk segir sögur til að gera reynslu sína merkingarbæra, og í gegnum  
> sögur
> skapar það sér mynd af sjálfu sér. Náms- og starfsráðgjafar eru  
> hvattir til
> að gefa betri gaum að sögum eða frásögnum fólks. Algeng upphafssetning
> í náms- og starfsráðgjöf er "segðu mér frá sjálfum/sjálfri þér" og  
> þannig
> beðið um að saga sé sögð. Í fyrirlestrinum verða kynntar aðferðir í
> frásagnarráðgjöf og hvernig unnt er að nota þessar aðferðir til að  
> aðstoða
> ráðþega við að smíða sér nýjar myndir af sjálfum sér.
>
> Fyrirlesturinn er öllum opinn.
>
> Dr Mary McMahon er dósent á Félagsvísindasviði Háskólans í  
> Queensland í
> Ástralíu. Hún kennir þar í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf,   
> sem er
> ein námsleið af mörgum í uppeldisvísindum við skólann. Hún hefur  
> gefið út
> bækur og tímaritsgreinar og rannsakað á sviði náms- og starfsþróunar  
> og
> hefur sérstaklega einbeitt sér að börnum og unglingum, eigindlegum  
> nálgunum
> við sálmælingar á sviðinu og að frásagnaraðferðum í náms- og
> starfsráðgjöf. Mary fékk viðurkenningu New Hobsons Press og  
> áströlsku náms-
> og starfsráðgjafarsamtakanna árið 2002 fyrir afburða gott framlag  
> sitt til
> náms- og starfsráðgjafar.
> Bækur eftir Mary McMahon hafa verið kenndar í námi í náms- og  
> starfsráðgjöf
> við Háskóla Íslands í mörg ár.
>


More information about the Gandur mailing list