[Gandur] Þjóðlagatónleikar

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Jan 20 09:46:18 GMT 2009


Funi
"Gott ár oss gefi"
Tónleikar í Norræna húsinu
Sunnudaginn 25. janúar kl. 15.15
Aðgangseyrir: 1.500
en 750 fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og námsmenn

Funi er tvíeyki, þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster, stofnað árið  
2001. Þau flytja bland af enskum og íslenskum þjóðlögum, syngja  og  
leika undir á gítar, kantele,  íslenska fiðlu og langspil. Undanfarin  
sjö ár hafa þau spilað saman á tónleikum og hátíðum í Hollandi,  
Belgíu, Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Kína sem og víða á  
Bretlandseyjum og Íslandi.

Á tónleikunum í Norræna húsinu, munu þau flytja blöndu af gömlu og  
nýju efni m.a. lög af diskinum hennar Báru, Funa, og nýjasta sólódiski  
Chris, Outsiders, sem var nýlega valinn einn af bestu diskum ársins  
2008 í kosningu fROOTS tímaritsins, virtasta þjóð- og  
heimstónlistartímarits Bretlands. Á tónleikunum verða líka sýndar  
ljósmyndir og textar á skjávarpa sem gefa heillandi innsýn og  
útskýringar til að fylgja lögunum.

Síðan Bára og Chris fluttu til Reykjavíkur árið 2004 hafa þau spilað á  
fleiri tónleikum erlendis en hér heima. Þessir tónleikar í Norræna  
húsinu, eru hluti af 15.15 tónleika seríunni og munu verða fyrstu  
tónleikar þeirra í fullri lengd í Reykjavík í meir ár. Þetta er  
sérstakt tækifæri til að heyra topp þjóðlagatónlist frá Íslandi og  
Englandi. Ekki missa af þessu.

Bára Grímsdóttir er söngkona  og hefur flutt íslensk þjóðlög um  
árabil. Hún er einnig tónskáld  og er vel þekkt hér á landi  fyrir  
kórtónlist sína. Hún ólst upp á óðali ættar sinnar Grímstungu í  
Vatnsdal við söng og kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu. Hún hefur  
komið fram víða hér heima, í Evrópu og Norður Ameríku með Sigurði  
Rúnari Jónssyni og Njáli Sigurðssyni og einnig sem meðlimur hópsins  
Emblu sem hún tók þátt í að stofna.

Árið 2001 hóf hún samstarf með enska söngvaranum og gítarleikaranum,  
Chris Foster, sem hún vinnur með enn að mörgum frábærum hlutum. Hún  
gaf út disk sem ber nafnið Funi, ásamt Chris Foster og John  
Kirkpatrick árið 2004.

Chris Foster kemur frá suð-vestur Englandi. Hann er snillingur á sínu  
sviði, nýverið lýst sem:  „einn af bestu söngvurum og gítarleikurum   
sem sprottið hafa upp úr enska þjóðlagatónlistar geiranum á sjöunda  
áratugnum“. Hann hefur spilað víða um Bretlandseyjar, Evrópu og Norður- 
Ameríku. Chris hefur gefið út sex sóló plötur og einnig fleiri plötur  
sem hann hefur gert með öðrum listamönnum.
  
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090120/596153d5/attachment.html


More information about the Gandur mailing list