[Gandur] Sumarskóli í Árósum

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Jan 20 11:46:59 GMT 2009


Sælt verið þið góða fólk á Íslandinu fagra
Hér kemur smá auglýsing fyrir sumarskólann í Árósum sem þið öll ættuð  
að kannast við. Ef þið mynduð vilija vera svo væn að leggja þetta inn  
á Ugluna fyrir nemendurna ykkar þá væri það vel þegið, ég tala nú ekki  
um ef þið gætuð minnst á þetta í tíma. Þegar fyrsti sumarskólinn var  
haldinn árið 2006 vorum við 12 nemendur frá Íslandi, árið 2008 var  
bara ein og svo ég sem skiptinemi frá Árósum, og báðar höfðum við  
komið a.m.k. einu sinni áður. Þetta er náttúrulega alveg til skammar  
og íslenskir nemendur að fara á mis við mikið. Þið megið gjarna ítreka  
að námskeiðið er kennt á ensku, hefur verið metið til eininga við HÍ  
og að það er 800 evra ferðastyrkur í boði fyrir íslenska nemendur og  
ætti það að duga fyrir ferðakostnaði, gistingu og jafnvel einhverju  
meira ef vel er farið með.
Bestu kveðjur frá Árósum

Bergdís :o)

Bergdís Þrastardóttir
Ph.D - scholar
Aarhus University
Scandinavian Institute
Building 1467, room 123
Jens Chr. Skous Vej 7
8000 Århus C
tel: (+45)8942 5489
eimail: norbp at hum.au.dk



-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/mixed


More information about the Gandur mailing list