[Gandur] Háskólakórinn í Þjóðminjasafninu laugardaginn 19. desember

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Dec 18 13:23:08 GMT 2009


Laugardaginn 19. desember kl. 15 mun Háskólakórinn syngja jólalög og 
þjóðlegar vísur fyrir gesti Þjóðminjasafns Íslands. 

Háskólakórinn hefur verið starfræktur síðan 1972 og eru flestir meðlimir 
stúdentar við Háskóla Íslands. Í kórnum er mikill metnaður í flutningi 
verka, en hann heldur að minnsta kosti eina tónleika á ári auk þess að 
syngja við útskriftir og ýmsar aðrar athafnir Háskólans. Stjórnandi 
Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson og eru meðlimir í dag rúmlega sextíu 
talsins úr vel flestum deildum háskólans.

Háskólakórinn syngur tónlist af ýmsu tagi en yfirleitt er lögð aðaláhersla 
á íslenska tónlist og á hverju ári er frumflutt eitt verk eftir íslenskt 
tónskáld.

Sama dag kl. 13 mun Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði við Háskóla 
Íslands flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Erindið er á 
ensku og ber heitið  The Icelandic Yule - an illustrated preentation in 
English. Eftir fyrirlesturinn verða léttar veitingar í boði The 
English-Speaking Union á Íslandi. 

Jólasveinarnir heimsækja safnið daglega 12.-24. desember kl. 11 og er 
laugardagurinn 19. desember engin undantekning. Von er á Skyrgámi sem mun 
ræða við börn og fullorðna og jafnvel taka lagið. 

Aðgangur er ókeypis á viðburðina og allir velkomnir. Það er því upplagt að 
gera sér dagamun um helgina og heimsækja Þjóðminjasafnið!

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091218/c62e84b6/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list