[Gandur] Jólaspjall Þjóðfræðistofu á morgun

Kristinn H. M. Schram kristinn at akademia.is
Fri Dec 18 13:35:15 GMT 2009


Það viðrar vel til Jólaspjalls og allir vegir færir:

Jólaspjall Þjóðfræðistofu á morgun 19. desember 2009, kl. 13

Laugardaginn 19. desember mun Þjóðfræðistofa blása til þjóðfræðiþings,
útgáfuhófs og menningardagskrár. Auk þess að miðla af rannsóknum
verður leikin tónlist,sýndar kvikmyndir og haldið upp á nýjar útgáfur.
Þá munu höfundar lesa upp úr nýútgefnum ritum. Jólaspjallið verður
haldið í Bragganum á Hólmavík en Café Riis býður upp á létt
jólahlaðborð á vægu verði.
Sjá nánar um dagskráliði:
www.icef.is

Á dagskrá Jólaspjallsins:

·      Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu segir frá
starfseminni á árinu
·      Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur segir frá nýútkominni bók
sinni Eve Online sem gefin er út af Þjóðfræðistofu
·      Jón Þór Pétursson þjóðfræðingur segir frá doktorsrannsókn sinni
og rannsóknarverkefni Þjóðfræðistofu um íslenska matarhefð
·      Katla Kjartansdóttir verkefnastjóri á Þjóðfræðistofu, segir frá
samtímasöfnun á leikjum íslenskra barna
·      Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs kynnir
samstarfsverkefni um jólaendurminningar Strandamanna
·      Jón Jónsson menningarfulltrúi og þjóðfræðingur flytur jólahugvekju
·      Söngflokkurinn Fúmm fúmm fúmm flytur jólalög
·      Höfundar lesa upp úr jólabókum
       o   Vilborg Davíðsdóttir – Auður
       o   Eiríkur Örn Nordahl – Gæska
·      Heimildamyndin Leitin að Gísla Suurinpojka

Fjölbreytt ferðaþjónusta á svæðinu.  Frekari upplýsingar á vefsíðu
Þjóðfræðistofu www.icef.is, í netfanginu dir at icef.is og hjá
forstöðumanni í síma 8661940.


More information about the Gandur mailing list