<br><font size=3 face="Calibri"><b>Laugardaginn 19. desember kl. 15 mun
Háskólakórinn syngja jólalög og þjóðlegar vísur fyrir gesti Þjóðminjasafns
Íslands. </b></font>
<br>
<br><font size=3 face="Calibri">Háskólakórinn hefur verið starfræktur síðan
1972 og eru flestir meðlimir stúdentar við Háskóla Íslands. Í kórnum er
mikill metnaður í flutningi verka, en hann heldur að minnsta kosti eina
tónleika á ári auk þess að syngja við útskriftir og ýmsar aðrar athafnir
Háskólans. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson og eru meðlimir
í dag rúmlega sextíu talsins úr vel flestum deildum háskólans.</font>
<br>
<br><font size=3 face="Calibri">Háskólakórinn syngur tónlist af ýmsu tagi
en yfirleitt er lögð aðaláhersla á íslenska tónlist og á hverju ári er
frumflutt eitt verk eftir íslenskt tónskáld.</font>
<br>
<br><font size=3 face="Calibri">Sama dag kl. 13 mun Terry Gunnell prófessor
í þjóðfræði við Háskóla Íslands flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Erindið er á ensku og ber heitið <i>&nbsp;The Icelandic Yule - an illustrated
preentation in English. </i>Eftir fyrirlesturinn verða léttar veitingar
í boði The English-Speaking Union á Íslandi. </font>
<br>
<br><font size=3 face="Calibri">Jólasveinarnir heimsækja safnið daglega
12.-24. desember kl. 11 og er laugardagurinn 19. desember engin undantekning.
Von er á Skyrgámi sem mun ræða við börn og fullorðna og jafnvel taka lagið.
</font>
<br>
<br><font size=3 face="Calibri">Aðgangur er ókeypis á viðburðina og allir
velkomnir. Það er því upplagt að gera sér dagamun um helgina og heimsækja
Þjóðminjasafnið!</font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>