[Gandur] Íslandsmeistaramótið í Hrútaspili

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Dec 11 13:01:08 GMT 2009


Íslandsmeistaramótið í Hrútaspili
Sunnudaginn 13. desember verður Íslandsmeistaramótið í Hrútaspilinu haldið 
í Þjóðminjasafni Íslands.

Mótið hefst klukkan 14. Allir geta tekið þátt, en skilyrði er þó að eiga 
nýja Hrútaspilið. Spilið verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins. 
Áhugasamir þátttakendur þurfa að mæta í Þjóðminjasafnið og skrá sig til 
leiks fyrir klukkan 14.

Keppt verður í riðlum þar sem tveir "stangast á" í einu og heldur 
sigurvegarinn síðan áfram í næsta riðil.

Sigurvegarinn verður sæmdur Hrútabeltinu og fær viðhafnarútgáfu af 
Hrútaspilinu 2009-2010.

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091211/0a9a8be2/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 26608 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091211/0a9a8be2/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list