[Gandur] Fwd: Ráðstefna í Vestmannaeyjum um næstu helgi

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Oct 14 10:11:33 GMT 2008



Begin forwarded message:

> From: "Sigurður E. Vilhelmsson" <s.vilhelmsson at gmail.com>
> Date: 14. október 2008 09:28:00 GMT+00:00
> To: admin at 1627.is
> Subject: Ráðstefna í Vestmannaeyjum um næstu helgi
>
> Þeir skildu eftir sig sviðna jörð...
>
> Árið 1627 lagði séra Ólafur Egilsson upp í langferð frá Alsír til  
> Íslands. Hann var sendur af stað, peningalaus og allslaus, til að  
> heimta lausnargjald fyrir samlanda sína sem rænt hafði verið í  
> Tyrkjaráninu á Íslandi sex mánuðum fyrr. Ferðalag hans norður alla  
> Evrópu tók níu mánuði og lá leið hans m.a. um Ítalíu, Frakkland,  
> Holland og Danmörku. Á þessari ferð treysti hann því statt og  
> stöðugt að Drottinn myndi leiða hann í gegnum þrautirnar. Eftir að  
> heim kom ritaði hann reisubók, sem fram til þessa hefur aðeins verið  
> til á íslensku.
>
> Tyrkjaránið 1627 er almennt talið einn af skelfilegri atburðum  
> Íslandssögunnar. Herjað var á Austfirðina, Suðurnesin og  
> Vestmannaeyjar og talið er að hátt í fjögur hundruð Íslendingum hafi  
> verið rænt í ránsferð alsískra sjóræningja.  Siglt var með þá suður  
> Atlantshafið uns komið var í höfn í Algeirsborg þar sem fólkið var  
> selt á þrælamarkaði.
>
> Í tilefni af útkomu enskrar þýðingar á Reisubók séra Ólafs  
> Egilssonar heldur Sögusetur 1627 alþjóðlega ráðstefnu þar sem munu  
> koma saman íslenskir og alþjóðlegir fræðimenn til að fjalla um  
> Tyrkjaránið og skoða það í sögulegu samhengi á alþjóðavísu.
>
> Gestir ráðstefnunnar verða m.a. alsírski rithöfundurinn og  
> fræðimaðurinn Mohamed Magani og Robert C. Davis frá Ohio háskóla sem  
> fjalla um Tyrkjaránið út frá fólksflutningum og hnattvæðingu. Norski  
> fræðimaðurinn Torbjorn Odegaard flytur fyrirlestur um Norður-Afríku  
> séða með augum tveggja skandinavískra þræla. Karl Smári Hreinsson og  
> Adam Nichols ræða um reisu séra Ólafs Egilssonar og Þorsteinn  
> Helgason, sagnfræðingur ásamt Steinunni Jóhannesdóttur, rithöfundi,  
> fjalla um ránin út frá reynslu Íslendinga.
>
> Ráðstefnan er haldin í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum og stendur  
> 17.-19. október.  Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur  
> ókeypis. Upplýsingar um dagskrá, fyrirlesara og skráningu er að  
> finna á www.1627.is.
>
> ---------------------
>
> Nánari upplýsingar veita
>
> Steinunn Jóhannesdóttir
> rithöfundur
> Sími 562 4432
>
> Sigurður Vilhelmsson,
> formaður stjórnar Söguseturs 1627
> Sími 893 9402

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20081014/8d8d6cd4/attachment.html


More information about the Gandur mailing list