[Gandur] Söfnun munnlegra heimilda um atburði líðandi stundar

Unnur María. Bergsveinsdóttir unnurm at bok.hi.is
Fri Oct 10 14:48:39 GMT 2008


 

Þær hremmingar sem fólk og fyrirtæki eru nú að lenda í vegna fjármálakreppunnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Miðstöð munnlegrar sögu hefur ákveðið að taka viðtöl við fólk í því skyni að halda til haga upplifun og reynslu Íslendinga  af yfirstandandi atburðum. Við höfum t.d. áhuga á að vita hvernig efnhagslegar sviptingar undanfarið hafa snert líf fólks og hvernig það hefur brugðist við þeim. Miðstöðin leitar nú að fólki sem vill deila reynslu sinni af atburðum undanfarinna vikna. Viðtölin verða tekin upp í Miðstöð munnlegrar sögu, Þjóðarbókhlöðu, nema annars sé sérstaklega óskað. Vinsamlegast hafið samband við Unni Maríu Bergsveinsdóttur í síma 525-5775 eða með því að senda tölvupóst á netfangið unnurm at bok.hi.is

 

Miðstöðin er safn og rannsókna- og fræðslustofnun á sviði munnlegrar sögu. Hlutverk hennar er að safna munnlegum heimildum um sögu lands og þjóðar og varðveita þær til frambúðar. 

Miðstöð munnlegrar sögu er samstarfsvettvangur fjögurra aðila: Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kennaraháskóla Íslands í samvinnu við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

 

Kær kveðja,

Unnur María

 

----

Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri

Miðstöð munnlegrar sögu

Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Arngrímsgötu 3
107 Reykjavík

 

sími: 525-5775
gsm: 691-0374
netfang: unnurm at bok.hi.is <mailto:unnurm at bok.hi.is> 
vefsíða: www.munnlegsaga.is <http://www.munnlegsaga.is> 

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20081010/92f72739/attachment.html


More information about the Gandur mailing list