[Gandur] Kristinn Schram: Að hendurheimta augnablikið. Fyrirlestur í dag kl. 12:05 í Þjóðminjasafni.

Íris Ellenberger irisel at hi.is
Tue May 6 10:52:10 GMT 2008


Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands
Þriðjudaginn 6. maí 2008, klukkan 12.05
Þjóðminjasafni Íslands

Kristinn Schram: Að endurheimta augnablikið: Þjóðfræði, kvikmyndatækni  
og íronía

Er kvikmyndun sjálfsagt tæki í vettvangsrannsóknum? Verður menning  
varðveitt í hreyfimynd og hljóði og síðan endurupplifuð?
Hvers eðlis eru þjóðfræðilegar kvikmyndir?  Hafa kvikmyndir eðli?  Í  
fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla kvikmyndatækni
við þjóðfræðilegar rannsóknir og tekin dæmi af rannsóknum Kristins frá  
bæði Íslandi og Skotlandi. Með hliðsjón af vettvangs- og
varðveisluaðferðum fyrr og nú skoðar hann fyrirbæri eins og  
sjálfsmynd, 'performans', menningarf og íróníu og hvernig megi  nálgast
þau á tímum stafrænnar tækni og usla í þjóðernisumræðu.

Kristinn Schram er forstöðumaður Þjóðfræðistofu, stundakennari við H.Í  
og doktorsnemi við Edinborgarháskóla.


Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal  
Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080506/a7ce6a0f/attachment.html


More information about the Gandur mailing list