<html><body style="word-wrap: break-word; -webkit-nbsp-mode: space; -webkit-line-break: after-white-space; "><font size="3" face="Arial"><b>Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands</b></font> <br><font size="3" face="Arial"><b>Þriðjudaginn 6. maí 2008, klukkan 12.05</b></font> <br><font size="3" face="Arial"><b>Þjóðminjasafni Íslands<br></b><br>Kristinn Schram: Að endurheimta augnablikið: Þjóðfræði, kvikmyndatækni og íronía<br><br>Er kvikmyndun sjálfsagt tæki í vettvangsrannsóknum? Verður menning varðveitt í hreyfimynd og hljóði og síðan endurupplifuð? </font><br><font size="3" face="Arial">Hvers eðlis eru þjóðfræðilegar kvikmyndir? Hafa kvikmyndir eðli? Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla kvikmyndatækni </font><br><font size="3" face="Arial">við þjóðfræðilegar rannsóknir og tekin dæmi af rannsóknum Kristins frá bæði Íslandi og Skotlandi. Með hliðsjón af vettvangs- og <br>varðveisluaðferðum fyrr og nú skoðar hann fyrirbæri eins og sjálfsmynd, 'performans', menningarf og íróníu og hvernig megi nálgast </font><br><font size="3" face="Arial">þau á tímum stafrænnar tækni og usla í þjóðernisumræðu.<br><br>Kristinn Schram er forstöðumaður Þjóðfræðistofu, stundakennari við H.Í og doktorsnemi við Edinborgarháskóla.<br></font><br><br><font size="3" face="Arial"><b>Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. </b></font><br><font size="3" face="Arial"><b>Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. </b></font><br></body></html>