[Gandur] Íslandsmyndir í Hafnarhúsi í kvöld

Kristinn Schram kristinn at akademia.is
Thu Mar 20 12:32:04 GMT 2008


(See English summary below)


Íslandsmyndir: Horft úr vestri


Kviksaga kynnir,
í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur; rannsóknarverkefnið Ísland og  
ímyndir Norðursins; Kvikmyndasafn Íslands og ReykjavíkurAkademíuna,

heimildamyndirnar Hard Rock and Water eftir Barbara Doran og Iceland  
úr þáttaröðinni Wonders of the World eftir Hal Linker.

Sýningarnar verða í kvöld fimmtudaginn 20. mars 2008, kl. 20:00 –  
21:30 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Að sýningu lokinni verða stuttar pallborðsumræður.

Upplýsingar í síma 8661940

Um myndirnar

Iceland: Wonders of the World er eftir bandaríska  
kvikmyndagerðarmanninn Hal Linker, en hann var giftur Höllu Linker  
sem margir kannast við. Hal var farandfyrirlesari, sem gerði  
kvikmyndir, sýndi þær og hélt fyrirlestra um þær víða um heim. Í  
þessari mynd, sem gerð var árið 1970, er lögð áhersla á vöxt,  
uppbyggingu og nútímavæðingu Íslands, sem og rætur íslenskrar  
menningar og helstu náttúruperlur, en svo lýsir Íris Ellenberger  
sagnfræðingur efni myndarinnar í nýlegri bók sinni Íslandsmyndir  
1916-1966.


Hard Rock and Water er eftir kanadíska kvikmyndagerðarmanninn Barbara  
Doran og er frá árinu 2005. Myndin gerir samanburð á Íslandi og  
Nýfundnalandi og stillir Íslandi upp sem ákveðinni fyrirmynd  í  
efnahagslegu og pólitísku  tilliti. Þótt löndin eigi margt  
sameiginlegt  hefur hallað á Nýfundnaland  sem hefur t.d. glímt við  
atvinnuleysi og fólksflótta. Myndin tengir velgengni Íslendinga við  
sjálfstæði þeirra og lífskraft. Spyrja má hvort sú ímynd sem dregin  
er upp af landi og þjóð sé fjarri veruleikanum sem hún á lýsa.



Um Íslandsmyndir

Íslandsmyndir er yfirheiti á fjölbreyttum kvikmyndum sem eiga það  
sameiginlegt að fjalla um Ísland og Íslendinga. Myndirnar eru  
margvíslegar að eðli, s.s. fræðslumyndir, persónulegar  ferðasögur,  
pólitískar áróðursmyndir, sölumyndbönd flugfélaga, fiskiðnaðarins eða  
landbúnaðarvöruframleiðenda og myndir sem skreyttu ræður  
farandfyrirlesara. Kvikmyndirnar viðhalda og endurskapa ákveðnar  
ímyndir sem tekið höfðu að mótast á 18. og 19. öld.  Samfélagið  
breytist og Íslandsmyndir með en takmarkanir miðilsins setja  
umfjöllunarefninu einnig nokkrar skorður. Íslensk tunga hvarf nánast  
sem viðfangsefni, enda ekki mjög myndvæn. Saga Íslands missti vægi og  
tengdist Þingvöllum og styttum af þjóðhetjum nánum böndum. En  
náttúran hófst til vegs og virðingar. Íslendingar voru (og eru)  
náttúrubörn í Íslandsmyndum en þegar kom fram á 5. áratug 20. aldar  
urðu náttúrubörnin tæknivædd. Íslendingar, einkum íslenskir karlmenn,  
voru umfram allt sjómenn og bændur sem börðust við náttúruöflin til  
að færa björg í bú en höfðu jafnframt sigrast á náttúrunni með því að  
virkja hana til húshitunar og rafmagnsframleiðslu. Er þetta ef til  
vill svipuð ímynd og við sjáum í Íslandsmyndum nútímans? Þetta er  
meðal þess sem kannað verður í sýningum og umræðum Kviksögu í vetur.


Um Kviksögu

Kviksaga er félagskapur um kvikmyndalist og fræði. Það er vettvangur  
fræði- og áhugamanna á því sviði þar sem fræði og kvikmyndalist  
mætast t.d. við gerð heimildamynda, vídeólistar, kennsluefnis eða  
sjónrænna rannsókna á menningu og listum. Kviksaga stuðlar einnig að  
rannsókn á sjálfu kvikmyndaforminu og er vettvangur fyrir áhugasama  
til að mætast, ræða og vinna saman. Á síðastliðnu ári hefur Kviksaga  
efnt til sýninga á heimildamyndum ásamt fræðilegri umfjöllun, haldið  
námskeið og staðið að kvikmyndahátið. Áfram verður staðið að  
viðburðum og á vefritinu Kviksögu www.kviksaga.is verður að finna  
ritstýrðar greinar, viðtöl, tilkynningar og myndbrot á sviði  fræða  
og kvikmyndlistar. Skrifstofa Kviksögu í ReykjavíkurAkademíunni er  
öllum opin til skrafs og ráðagerða og til afnota af myndefni og  
tengslaneti miðstöðvarinnar. Upplýsingar í 8661940 og  
kviksaga at akademia.is

Síðastliðið ár stóð Kviksaga meðal annars að viðburðum í Tjarnarbíóí  
í samvinnu við Fjalaköttinn þar sem saman fóru sýningar á  
heimildamyndum, tónlistarflutningur, fræðileg umfjöllun og samræður  
við kvikmyndgerðamenn. Af myndum má nefna svokallaðar Íslandsmyndir  
sem spanna alla tuttugustu öldina, video- og tónlistarverkið  
Lífsblómið, heimildamyndir um frásagnir sjúkraflutningamanna í  
Kaliforníu og leigubílstjóra í Edinborg og um pönkbylgju í Suður- 
Kóreu. Þá má nefna viðburði sem sérstaklega voru helgaðir verkum í  
vinnslu þar sem kvikmyndagerðamenn sýndu brot úr verkum sín, ræddu  
undanfara og næstu skref við áhorfendur.


Um rannsóknarverkefnið Ísland og ímyndir Norðursins


Rannsóknaverkefnið Ísland og ímyndir Norðursins (INOR) byggist á  
samstarfi íslenskra og erlendra fræðimanna á þessu sviði, alls 20  
fræðimenn. Flestir fræðimannanna koma frá ReykjavíkurAkademíunni og  
þar hefur verkefnið aðsetur. En auk þess tengjast margir aðrir  
erlendir og innlendir fræðimenn verkefninu og INOR hefur samstarf við  
rannsóknarhópa í Kiel í Þýskalandi, Umeå í Svíþjóð og Tromsö í  
Noregi. Á vegum verkefnisins er unnið að rannsóknum á birtingarmyndum  
ímynda Íslands í samtímanum sem hluta norðursins, hvernig þær hafa  
sprottið fram sögulega og breyst í tímans rás og hvert þær stefna.  
Útgáfa á rannsóknarniðurstöðum er áætluð árið 2010 þegar verkefninu  
lýkur. Á vegum verkefnisins er einnig umtalsverð útgáfa, bæði á  
íslensku og ensku, námskeiðshald um ímyndir og kynningar á kvikmyndum  
þar sem fjallað er um Ísland, sjá nánar heimasíðu verkefnisins,  
www.inor.is

Verkefnisstjórar eru Sumarliði R. Ísleifsson og Daniel Chartier.
www.inor.is/




ICELAND ON FILM in Hafnarhús Reykjavík Art Museum

Kviksaga and Iceland and Images of the North present, in cooperation  
with the Reykjavík Art Museum and the Film Museum of Iceland:

The View from the West

with documentaries Hard Rock and Water (2006) by Barbara Doran and  
Iceland (1970) from the series Wonders of the World by Hal and Halla  
Linker.

Thursday March 20th 2008, 20:00 – 21:30

Info tel. +354 8661940



About ICELAND ON FILM

ICELAND ON FILM is a term used to describe the various images of the  
Iceland displayed in films, whether they be documentaries, propaganda  
films, commercial material or personal film and video. Kviksaga and  
Iceland and Images of the North , in cooperation with the Reykjavík  
Art Museum, will continue these eploring these images with members of  
the INOR research team. Here are some of this years themes.

January 31 2008
A Land of Wonder
Nisha Inalsingh - Huldufólk 102
Hafnarhús 5.30pm


March 20th 2008
View from the West
Hal Linker Iceland- Wonders of the World
Barbara Doran - Hard Rock and Water
Hafnarhús 8 pm


April 3rd 2008
Nature and Construction
Áslaug Einarsdóttir - Sófakynslóðin (Couch Generation)
Hafnarhús 7pm



April 24th 2008
Picturing Ourselves
Icelandic travel films
Hafnarhús 8pm

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080320/eb889025/attachment.html


More information about the Gandur mailing list