[Gandur] Fwd: Hraunsel

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue Jul 8 13:00:56 GMT 2008


Hraunsel - seljabúskapur


Grindavíkurbær og Saltfisksetrið bjóða upp á þjóðháttakynningu  um  
seljabúskap laugardaginn 12. júlí. Mæting er kl. 11 við Ísólfsskála  
sem er um 10 km austur frá Grindavík á Krýsuvíkurleið.


Frá Ísólfsskála verður haldið að Méltunnuklifi og þaðan gengið eftir  
slóða inn í Hraunsel sem er undir Núpshlíðarhálsi. Gangan er greiðfær  
og tekur um 2-3 tíma með fræðslustoppum. Hraunsel er sel frá Hrauni í  
Grindavík og er með yngstu seljum á Reykjanesskaganum frá 1914. Í  
selinu má sjá heillegar tóftir selsmannvirkja. Þar verður áð og nesti  
borðað. Leiðsögumenn verða með í för og fræða um seljabúskapinn og það  
sem fyrir augu ber á leiðinni. Áætlað er að koma til baka að  
Ísólfsskála um kl. 15:00.

Mjög lítið hefur verið skrifað um sel og seljabúskap hér á landi og  
nær ekkert á Reykjanesskaganum, þrátt fyrir að enn megi sjá fjölda  
margar sýnilegar selstöður. Á sama hátt og handritin eru áþreifanlegur  
vottur handbragðsins fyrrum tengja minjar seljanna okkur beint við þá  
gömlu búskaparhætti, sem þar tíðkuðust um aldir. Féð var yfirleitt  
haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Í seljum voru m.a. selsmalinn og  
selráðskonan og þar voru gerðir ostar, skyr, smjör og sýra úr  
mjólkinni. Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu.


Frekari upplýsingar

www.sjfmenningarmidlun.is  /gsm 6918828.



> Sæl
> Sendi ykkur kynningu á gönguferð, þjóðháttakynningu - seljabúskapur  
> sem
> verður á laugard. 12.júlí sjá viðhengi. Gaman væri að sjá ykkur.
> Vinsamlegast kynnið áfram. Með þökk fyrir það.
>
> Bestu kveðjur
> Sigrún Jónsd. Franklín
> verkefnastjóri
> gsm 6918828
> www.sjfmeningarmidlun.is
>
>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name:  ?j??h?ttakynning j?l? ?08.doc
Type: application/octet-stream
Size: 25600 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080708/e2035e1a/jhttakynningjl08-0001.obj
-------------- next part --------------










More information about the Gandur mailing list