[Gandur] Faldafeykir

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Jul 2 18:49:37 GMT 2008


>
> Prjónakaffi 3.júlí   kl. 20.oo
>
> Kynning á starfi Faldafeykis.
Árið 2000 kom saman hópur áhugasamra kvenna í  
Heimilisiðnaðarfélaginu og stofnuðu Faldafeyki.
>
> Hefur frá þeim tíma verið unnið markvisst að því að safna  
> upplýsingum um faldbúninginn; gerð hans og það fjölbreytta  
> handverk sem einkennir hann.
>
> Sýningin Faldafeykir í Líkn á Árbæjarsafni sýnir afrakstur  
> þess rannsóknarstarfs. Sýndir eru gamlir búningahlutar frá  
> Þjóðminjasafni Íslands ásamt 2 nýjum búningum  
> Faldafeykiskvenna og er þeim skipt út reglulega til að sýna sem  
> mesta fjölbreytni. Þá er rakið í máli og myndum vinna  
> Faldafeykis frá árinu 2000.
> Verið velkomin í prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélags Íslands í
> Amokka, Hlíðarsmára, Kópavogi.
>
> Prjónakaffið er alltaf 1. fimmtudag í mánuði.
>
>
> Lára Magnea Jónsdóttir
> Formaður
> Heimilisiðnaðarfélag Íslands
> Nethylur 2E
> 110 Reykjavík - ICELAND
> +354  551-5500   fax +354  551-5532
> hfi at heimilisidnadur.is
> www.heimilisidnadur.is
>

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list