[Gandur] Nýr vefur Þjóðminjasafnsins hlýtur tilnefningu til Vefverðlauna 2007

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Jan 31 13:43:57 GMT 2008


Nýr vefur Þjóðminjasafns Íslands hlýtur tilnefningu til Vefverðlaunanna 
2007
Nýr vefur Þjóðminjasafnsins var opnaður í október 2007 eftir mikla 
undirbúningsvinnu og gagngera endurskoðun. Vefurinn tekur til allra sviða 
Þjóðminjasafns Íslands og er markmiðið að hann endurspegli umfangsmikla 
starfsemi stofnunarinnar á sem skýrastan hátt, jafnt sýningar og viðburði 
í safnhúsinu sem fræðslu- og rannsóknarstarf. Reynt er að hafa upplýsingar 
aðgengilegar og leiðir að þeim einfaldar. Menningarsögunni er miðlað í 
máli og myndum á smekklegan hátt. Vefur Þjóðminjasafnsins er í sífelldri 
tilurð og verður áfram unnið að uppbyggingu hans.
Umsjón með vef Þjóðminjasafnsins hefur Rúna K. Tetzschner kynningarstjóri, 
en hönnun vefsins annaðist Hugsmiðjan.
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) hafa tilkynnt hvaða vefi dómnefnd Íslensku 
vefverðlaunanna 2007 hafa valið til úrslita í þeim sex flokkum sem keppt 
er í. Vefur Þjóðminjasafns Íslands hefur hlotið tilnefningu til 
Vefverðlaunanna í flokknum besti vefur í almannaþjónustu og er einn af 
fimm vefjum sem keppa til úrslita í þeim flokki.
Flokkurinn besti vefur í almannaþjónustu nær til vefsvæða sem haldið er 
úti af hinu opinbera, svo sem stofnana og sveitarfélaga, en jafnframt til 
vefja félagasamtaka, verkalýðsfélaga eða annarra sambærilegra aðila.
Hinir flokkarnir sem keppt er í eru 1.) besti sölu- og þjónustuvefurinn, 
2.) besti fyrirtækjavefurinn, 3.) besti afþreyingarvefurinn, 4.) besta 
útlit og viðmót og 5.) besti einstaklingsvefurinn.
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) efna árlega til samkeppni um Vefverðlaun og 
vefakademían velur úr tilnefndum vefjum þá vefi sem skara þykja fram úr í 
hverjum flokki. Vefakademíuna skipa einstaklingar sem starfa í 
vefgeiranum, hafa sérfræðiþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum.
Vefakademían hefur valið fimm vefi í hverjum flokki sem eru tilnefndir til 
Íslensku vefverðlaunanna. Í framhaldinu verður einn vefur valinn sem 
sigurvegari í hverjum flokki og verður tilkynnt um úrslitin þann 1. 
febrúar.

Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039 , s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080131/266d450c/attachment.html


More information about the Gandur mailing list